Samvera – Uppbygging – Framtíð

Dyngjan er áfangaheimili fyrir konur,skipulagt að þörfum þeirra sem eru að koma úr áfengis og vímuefnameðferð, þeim veittur allur stuðningur til að takast á við heilbrigt líferni. Það tók til starfa 9.apríl 1988 og hefur starfað óslitið síðan.

Fjórtán konur geta dvalið hverju sinni á heimilinu og ráðgjafar meðferðarstaðanna sækja um dvöl fyrir konurnar.

Forstöðukona Dyngjunnar er Eva Árnadóttir og er hún eini fasti starfsmaðurinn en ráðgjafar leysa af á bakvöktum um helgar.

Börn kvennanna eru alltaf velkomin í heimsókn til mæðra sinna. Aðrar heimsóknir eru um helgar milli kl. 14 – 18

Upphafið

„Kristínu Snæfells Arnþórsdóttur hafði í langan tíma dreymt um að koma á fót áfangaheimili fyrir konur sem koma úr meðferð því hún vissi af eigin raun hvað það skipti miklu máli að fá svigrúm og tíma til að átta sig á nýjum lífsstíl. Hún fékk nokkrar konur til liðs við sig og hafði frumkvæði að stofnun líknarfélags árið 1987 sem var ætlað að vinna að verkinu. Saman kynntu konurnar hugðarefni sitt á fjölmennum fundum og í fjölmiðlum: þennan nýja stað ætti að reka sem heimili og konurnar skyldu stunda vinnu og greiða fyrir húsnæði og fæði. Kristín ásamt liði sínu gekk á fund ráðamanna og falaðist eftir húsi því fjármunir voru engir“

Úr bókinni „AÐ BREYTA ÞVÍ SEM ÉG GET BREYTT“