Lífið á Dyngjunni á Covid tímum hefur gengið eftir atvikum vel. Konurnar sem þar búa og starfsfólk sem kemur að starfsemi hússins hafa, eins og aðrir, þurft að laga sig eftir aðstæðum og sýnt aðdáunarvert æðruleysi og samstöðu á óvenjulegum tíma í samfélaginu. Á árinu 2020-2021 hafa færri konur nýtt sér áfangaheimilið sem úrræði og því hefur innkoma líknarfélagsins sem rekur Dyngjuna dregist verulega saman. Þá hafa fjölmargar venjubundnar umsóknir um styrki til félagasamtaka, sveitarfélaga og fyrirtækja ekki borið mikinn árangur enda hart í ári hjá mörgum.

Stjórn Dyngjunnar vill því biðla til velunnara og annarra að styrkja félagið og minnir á að ávallt er tekið við frjálsum framlögum á styrktarreikning þess: 513-26-406363, Kt. 440387-1799.

Einnig má hafa samband við forstöðukonu Dyngjunnar, Aldísi Höskuldsóttur, með tölvupósti í netfangið dyngjan@vortex.is eða í síma 588 5450.