Lög Dyngjunnar

Gild lög Dyngjunnar, endurskoðuð og samþykkt 2004

1.gr   Nafn og aðsetur.
Félagið heitir Dyngjan, áfangaheimili og hefur aðsetur sitt og varnarþing í Reykjavík.

2. gr.Markmið.
Tilgangur félagsins er að reka áfangaheimili fyrir konur sem hafa verið í meðferð vegna áfengis-og vímuefnaneyslu og þurfa stuðning til að takast á við lífið að nýju.

3.gr. Félagsaðild og félagsgjöld.
Félagar geta þeir orðið sem hafa áhuga fyrir rekstri áfangaheimilis fyrir konur í
áfengis –og vímuefnavanda. Starfs- og reiknisár Dyngjunnar er almanaksárið. Árgjald skal ákveðið af aðalfundi ár hvert.

4.gr. Aðalfundur.
Aðalfundur félagsins skal haldinn í marsmánuði ár hvert. Til aðalfundar skal boða með fundarboði með viku fyrirvara. Er aðalfundur löglegur ef löglega er til hans boðað.
Dagskrá aðalfundar:
Kosning fundarstjóra og fundarritara
Skýrsla stjórnar
Reikningar félagsins
Lagabreytingar
Ákvörðun félagsgjalda
Stjórnarkjör
Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
Önnur mál.

5.gr . Stjórn félagsins.
Stjórn félagsins skal skipuð 5 mönnum: formanni, gjaldkera, ritara kosnum til tveggja ára í senn og tveimur meðstjórnendum kosnum til eins árs í senn. Kjósa skal tvo varamenn til eins árs í senn og tvo skoðunarmenn reikninga einnig til eins árs. Formann skal kjósa sérstaklega.

6.gr. Stjórnarfundir
Formaður boðar til stjórnarfundar og skulu þeir haldnir svo oft sem þurfa þykir. Skylt er formanni að halda stjórnarfund ef a.m.k. tveir stjórnarmanna óska þess. Stjórn ræður framkvæmdastjóra, sem sér um daglegan rekstur. Stjórn og framkvæmdastjóri sjá um ráðningu annars starfsfólks.

7.gr. Lagabreytingar og upplausn félagsins.
Lögum félagsins verður aðeins breytt á aðalfundi og þarf til þess atkvæði 2/3 þeirra sem fundinn sitja. Ákvörðun um upplausn félagsins verður einungis tekin á aðalfundi og að 2/3 fundarmanna greiði því atkvæði. Við upplausn félagsins skal stjórn ráðstafa eignum þess í samræmi við markmið félagsins.